Sigur fyrir yfirskattanefnd
Birkir Már Árnason • April 23, 2024
Úrskurður yfirskattanefndar í máli nr. 55/2024

Með úrskurði yfirskattanefndar í máli nr. 55/2024, dags. 03.04.2024, felldi yfirskattanefnd úrskurð ríkisskattstjóra úr gildi í máli er varðaði skattlagningu bifreiðahlunninda vegna ætlaðra einkanota kæranda af bifreið í eigu einkahlutafélags en kærandi var jafnframt eigandi félagsins.
Fallist var á röksemdir kæranda um að annmarkar á meðferð málsins hjá ríkisskattstjóra væru slíkir að þeir leiddu til þess að ómerkja bæri hinar kærðu breytingar ríkisskattstjóra árin 2019-2022 en byggði kærandi meðal annars á því í málinu að ríkisskattstjóri hafi ekki fylgt andmælaréttar- og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í þaula. Úrskurðurinn er nú aðgengilegur á vefsvæði yfirskattanefndar.
Oddur Valsson, lögmaður á Cicero lögmannsstofu, rak málið fyrir hönd kæranda.