C I C E R O
um okkur
Cicero er framsækin lögmannsstofa sem byggir á traustum grunni í formi víðtækrar reynslu lögmanna stofunnar, en stofan er stofnuð í miðjum heimsfaraldri á verkalýðsdeginum 1. maí 2020, með það einkum að markmiði að mæta ákalli fólks og fyrirtækja um aukinn fyrirsjáanleika í annars vegar málskostnaði og hins vegar aðgerðum eða verkferlum hvers máls.
Í ákveðnum málaflokkum bjóðum við viðskiptavinum stofunnar upp á annars vegar föst tilboð í afmörkuð verk eða mál og hins vegar sérhæfðar þjónustuleiðir í mánaðarlegri áskrift gegn föstu gjaldi. Segja má að þjónustuleiðir þessar feli í sér talsverða nýbreytni hér á landi frá hinu hefðbundna tímagjaldi sem þekkist í sölu og veitingu lögfræðiþjónustu. Cicero er þó ekki að finna upp hjólið þar sem hugmyndin sækir sér stoðir í erlendar fyrirmyndir sem hafa notið mikilla vinsælda á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Virtar lögmannsstofur í þessum löndum hafa fetað þessa slóð og sýnt hvernig þjónustan varð ódýrari fyrir viðskiptavinina án þess að bitna á gæðum vinnunnar eða tekjum stofanna, þar sem vinnan varð einfaldlega skilvirkari og streituminni fyrir alla hlutaðeigandi.
Traust er áunnið og Cicero leggur áherslu á að vinna sér inn virðingu og traust viðskiptavina sinna með gæðavinnu sem stenst tíma- og kostnaðaráætlanir.
Cicero er í þína þágu.
Teymið

Birkir Már Árnason
Lögmaður
Birkir fer með framkvæmdastjórn Cicero, málflutning og aðra lögfræðilega vinnu. Birkir starfaði áður á Rétti - Aðalsteinsson & Partners ehf.

Oddur Valsson
Lögmaður
Oddur fer með málflutning og aðra lögfræðilega vinnu. Oddur starfaði áður hjá Skattinum og Kviku banka.

Kjartan Ragnars
Hæstaréttarlögmaður
Kjartan hefur verið starfandi lögmaður frá árinu 1988 og nýtir áratugalanga reynslu sína til ráðgjafar lögmanna Cicero við uppbyggingu mála.

Þórir Helgi Sigvaldason
Lögmaður
Þórir fer með málflutning og aðra lögfræðilega vinnu. Þórir starfaði áður hjá Lögmönnum Laugardal.

Reynir Þór Garðarsson
Lögmaður
Reynir fer með málflutning og aðra lögfræðilega vinnu. Reynir starfaði áður hjá Pacta lögmönnum á Suðurlandi.

Benedikt Smári Skúlason
Lögmaður
Benedikt fer með málflutning og aðra lögfræðilega vinnu. Benedikt starfaði áður sem saksóknarfulltrúi hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og þar áður sem aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Áreiðanleiki
Lögmenn Cicero ábyrgjast að öll verk standist tíma- og kostnaðaráætlanir.
Fagmennska
Ráðgjöf lögmanna Cicero er veitt af heilindum og vandvirkni, en Cicero býr yfir áratugalangri reynslu.
Við viljum heyra þína upplifun á þjónustu okkar
við virðum þína upplifun, viljum læra af henni og nýta hana til þess að bæta þjónustu okkar