Sáttmáli gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum
Birkir Már Árnason • October 31, 2022
Samtök atvinnulífsins gefa út sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að þau hafi nýverið uppfært sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Með sáttmálanum vilja þau hvetja starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans að hluta af daglegum rekstri. Þar er einnig að finna áhugavert myndband sem fjallar um einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Sáttmálann er hægt að prenta út til að gera veggspjöld sem má hengja upp í kaffistofum eða á göngum fyrirtækja til að minna á mikilvægi þess að tryggja vellíðan á vinnustöðum, skapa öryggiskennd og góðan starfsanda. Í sáttmálanum eru dregin fram þau gildi sem geta minnkað hættu á einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn og stjórnendur að heilbrigðri vinnustaðamenningu.
Frekari upplýsingar um ábyrgð og aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi er að finna á Vinnumarkaðsvef SA.