Cicero í samstarf við Líf og Sál
Birkir Már Árnason • November 7, 2022
Samstarfssamningur hefur verið undirritaður á milli Cicero og Líf og Sál
Í dag (07.11.2022) var undirritaður samstarfssamningur á milli Cicero lögmannsstofu og
Líf og Sál ehf., sálfræði- og ráðgjafastofu, sem er leiðandi á Íslandi í vinnustaðagreiningum og athugunum á einelti, áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri hegðun á vinnustöðum.
Lögmenn Cicero eru einstaklega stoltir og spenntir fyrir samstarfinu, enda hefur stofan verið að leitast við að skapa sér sérstöðu á íslenskum markaði á sviði starfsmanna- og vinnuréttar.