C I C E R O
mannauðsmál
launþegar, vinnuveitendur, stéttarfélög, sveitarfélög og ríkisstofnanir
Starfskjör, réttindi og skyldur
á almennum og opinberum vinnumarkaði
Lögmenn Cicero hafa víðtæka reynslu á hagsmuna- og réttindabaráttu fyrir launafólk, fyrirtæki, stéttarfélög, sveitarfélög og ríkisstofnanir. Segja má að vinnurétturinn sé sérstakt sérsvið stofunnar.
Frá stofnun Cicero hefur þessi málaflokkur verið einn sá fyrirferðarmesti í starfi stofunnar. Lögmenn Cicero hafa ekki einungis náð góðum árangri fyrir launafólk á almennum vinnumarkaði, heldur hefur árangurinn ekki verið síðri fyrir ríkisstarfsmenn og embættismenn. Jafnframt hafa lögmenn Cicero veitt fyrirtækjum, stofnunum og stéttarfélögum reglulega ráðgjöf vegna hinna ýmsu mála á þessu sviði.
Lögmenn Cicero leggja ríka áherslu á faglega og fræðilega nálgun við greiningu og úrvinnslu mála á sviði starfsmanna- og vinnuréttar, með tilliti til nýjustu stefna og strauma á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal nýjustu skýrslna Evrópuráðsins og nýjustu ályktana Evrópunefndar um félagsleg réttindi (e. European Committee on Social Rights).
Í þeirri viðleitni að skapa sér sérstöðu á þessu sviði lögfræðinnar fór Cicero í samstarf við Líf og Sál ehf., sálfræði- og ráðgjafastofu, sem er leiðandi á Íslandi í vinnustaðagreiningum og athugunum, svo sem á einelti, áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri hegðun á vinnustöðum.
Cicero er í þína þágu.
Hvernig er staðið að EKKO-málum á þínum vinnustað?
EKKO: Einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og ofbeldi.
Lögbundin skylda allra atvinnurekenda
Atvinnurekendur bera margvíslegar skyldur vegna EKKO-mála samkvæmt lögum og reglugerðum, óháð stærð rekstrarins.
Viðbragðsáætlun
Er viðbragðsáætlun eða verkferlar til staðar í þínu fyrirtæki? Hvernig er brugðist við tilkynningum um EKKO? Ef ekki, getur Cicero aðstoðað þig við góða og ábyrga skipulagningu EKKO-mála.
Skaðabótaskylda
Bregðist atvinnurekandi ekki rétt við vegna EKKO-mála getur það leitt til skaðabótaskyldu og sömuleiðis orðsporsmissis eða -áhættu.
Mikill ávinningur
Ávinningur atvinnurekanda er mikill, bæði félagslegur og fjárhagslegur, þar sem gott og ábyrgt skipulag EKKO-mála skilar sér í betri stjórnun og betra starfsumhverfi.
Skjót og góð viðbrögð skipta sköpum
Til mikils er að vinna fyrir öll fyrirtæki eða stofnanir með góðri og ábyrgri skipulagningu EKKO-mála þar sem það leiðir gjarnan til betri stjórnunarhátta og betra starfsumhverfis. Að sama skapi er með góðri og ábyrgri skipulagningu EKKO-mála takmörkuð eins frekast er kostur orðsporsáhætta fyrirtækis og möguleg skaðabótaskylda.
Hafðu samband og við aðstoðum þig við ábyrga skipulagningu EKKO-mála innan þíns fyrirtækis.
Við látum verkin tala
Fylgstu með Cicero í framkvæmd
Áttu rétt á fjárstyrk?
Stéttarfélagið
þitt kann að veita þér fjárhagsaðstoð eða -styrk vegna málsins. Athugaðu það nánar hjá þínu stéttarfélagi, en með því að smella á stéttarfélags-hnapinn hér að neðan má sjá lista yfir öll stéttarfélög á Íslandi.
Áttu rétt á gjafsókn?
Reglur um
gjafsókn
kveða á um í hvaða tilvikum kostnaður við dómsmál einstaklings er greiddur úr ríkissjóði. Með því að smella á gjafsóknar-hnappinn hér að neðan geturðu séð hvaða skilyrði þarf að uppfylla.
G A G N L E G A R U P P L Ý S I N G A R
tenglar
smelltu á tölurnar og aflaðu þér gagnlegra upplýsinga á sviði vinnu- og starfsmannaréttar: