C I C E R O

verktakaréttur

bygging mannvirkja, skipulagsmál og opinber innkaup

Viðbótarkröfur verktaka í verksamningum

Verktafir, ábyrgð á þeim og afleiðingar

Lögmenn Cicero hafa góða reynslu á sviði verktakaréttar og hafa verið með verktaka í föstum viðskiptum frá stofnun stofunnar. Þessi málaflokkur hefur því verið einn sá fyrirferðarmesti í starfi stofunnar og sömuleiðis eitt af sérsviðum stofunnar.


Lögmenn Cicero hafa ekki einungis annast reglulega ráðgjöf á sviðinu heldur einnig leitt skjala- og samningagerð vegna umfangsmikilla framkvæmda og verkefna, ásamt því að hafa sótt tafabætur og viðbótarkröfur samkvæmt verksamningi. Þá hafa lögmenn Cicero tekið þátt í árlegri skoðun og rannsókn Alþjóðabankans (e. The World Bank Group) á íslensku regluverki í tengslum við opinber innkaup og útboð.


Lögmenn Cicero leggja ríka áherslu á faglega og fræðilega nálgun við greiningu og úrvinnslu mála á sviði verktakaréttar, þar sem stuðst er við nýjustu fræðiskrif á sviðinu og eftir atvikum íslenska og alþjóðlega staðla, svo sem ÍST-30 og FIDIC.


Cicero er í þína þágu.

Hafa orðið verktafir?

Skilafrestur

Á verktaki rétt á framlengingu á skilafresti?

Tafabætur

Á verkkaupi rétt á tafabótum? Ef svo er, yfir hvaða tímabil og hvernig ber að ákvarða fjárhæð þeirra?

Tillits- og tilkynningarskyldur

Á aðilum hvíla gagnkvæmar tillits- og tilkynningarskyldur. Hefur verið tekið tillit til þess?

Eru einhverjar aðrar viðbótarkröfur?

Aðilar kunna að eiga viðbótarkröfur samkvæmt verksamningi svo sem vegna eftirfarandi:

Breyttar forsendur

Breyttar forsendur tilboðs vegna aðstæðna eða atvika, sem verktaki gat ekki fyrir fram séð, getur skapað rétt til handa verktaka um viðbótarkröfur samkvæmt verksamningi, svo sem vegna aukins umfangs verks, rangra útboðsgagna, óeðlilegra verðhækkana á aðföngum, vetrarálags o. fl.

Tómlæti

Hefur verktaki fyrirgert rétti til viðbótargreiðslna vegna tómlætis?

Upplýsinga- og aðgæsluskylda

Hvort er upplýsingaskylda verkkaupa eða aðgæsluskylda verktaka ríkari?

Eru skilyrði uppfyllt fyrir riftun á verksamningi?

Veruleg vanefnd

Veruleg vanefnd er frumskilyrði riftunar, en hvenær er vanefnd veruleg?

Réttaráhrif

Hver eru réttaráhrif riftunar?

Önnur atriði

Eru einhver önnur atriði sem huga þarf að við mat á lögmæti riftunar?

Hafðu samband

við göngum hratt og örugglega í málið