C I C E R O
stjórnsýslu- og kærumál
kærunefndir, kvartanir til Umboðsmanns Alþingis o. fl
Starfskjör, réttindi og skyldur
á almennum og opinberum vinnumarkaði
Lögmenn Cicero hafa víðtæka reynslu á hagsmuna- og réttindabaráttu fyrir launafólk, fyrirtæki, stéttarfélög, sveitarfélög og ríkisstofnanir. Segja má að vinnurétturinn sé sérstakt sérsvið stofunnar.
Frá stofnun Cicero hefur þessi málaflokkur verið einn sá fyrirferðarmesti í starfi stofunnar. Lögmenn Cicero hafa ekki einungis náð góðum árangri fyrir launafólk á almennum vinnumarkaði, heldur hefur árangurinn ekki verið síðri fyrir ríkisstarfsmenn og embættismenn. Jafnframt hafa lögmenn Cicero veitt fyrirtækjum, stofnunum og stéttarfélögum reglulega ráðgjöf vegna hinna ýmsu mála á þessu sviði.
Lögmenn Cicero leggja ríka áherslu á faglega og fræðilega nálgun við greiningu og úrvinnslu mála á sviði starfsmanna- og vinnuréttar, með tilliti til nýjustu stefna og strauma á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal nýjustu skýrslna Evrópuráðsins og nýjustu ályktana Evrópunefndar um félagsleg réttindi (e. European Committee on Social Rights).
Í þeirri viðleitni að skapa sér sérstöðu á þessu sviði lögfræðinnar fór Cicero í samstarf við Líf og Sál ehf., sálfræði- og ráðgjafastofu, sem er leiðandi á Íslandi í vinnustaðagreiningum og athugunum, svo sem á einelti, áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri hegðun á vinnustöðum.
Cicero er í þína þágu.
Við látum verkin tala
Fylgstu með Cicero í framkvæmd
Smelltu á hnappinn hér til vinstri og skoðaðu þína tryggingu hjá Sjóvá.
Smelltu á hnappinn hér til vinstri og skoðaðu þína tryggingu hjá
TM.
Smelltu á hnappinn hér til vinstri og skoðaðu þína tryggingu hjá
VÍS.
Smelltu á hnappinn hér til vinstri og skoðaðu þína tryggingu hjá
Verði.
Fellur þinn ágreiningur undir skilmála tryggingar þinnar?
Málskostnaðartryggingar eru gjarnan innan húseigendatrygginga hjá tryggingarfélögunum. Athugaðu málið nánar hjá þínu tryggingarfélagi.
Áttu rétt á fjárstyrk?
Stéttarfélagið
þitt kann að veita þér fjárhagsaðstoð eða -styrk vegna málsins. Athugaðu það nánar hjá þínu stéttarfélagi, en með því að smella á stéttarfélags-hnapinn hér að neðan má sjá lista yfir öll stéttarfélög á Íslandi.
Áttu rétt á gjafsókn?
Reglur um
gjafsókn
kveða á um í hvaða tilvikum kostnaður við dómsmál einstaklings er greiddur úr ríkissjóði. Með því að smella á gjafsóknar-hnappinn hér að neðan geturðu séð hvaða skilyrði þarf að uppfylla.
G A G N L E G A R U P P L Ý S I N G A R
tenglar
smelltu á tölurnar og aflaðu þér gagnlegra upplýsinga á sviði vinnu- og starfsmannaréttar: