C I C E R O

skjalagerð

reynslumiklir, áreiðanlegir og úrræðagóðir lögmenn annast verkið

- það skal vanda sem lengi á að standa -

Ekki leita langt yfir skammt!

Allt sem þú þarft,

á einum stað.

Við skjalagerð er mikilvægt að vandað sé til verksins og rétt staðið að, þannig að girt sé fyrir ágreining, misskilning eða ógildingu skjalsins á síðari stigum þegar á reynir. Varasamt er fyrir fólk að styðjast við form og staðla í blindni, en hjá Cicero er hvert og eitt skjal vandlega unnið af lögmönnum stofunnar.

Ferlið hjá Cicero er oftast með eftirfarandi hætti:

  1. Viðskiptavinur leggur fram beiðni um skjalagerð með símtali, tölvupósti eða í gegnum vefsíðu okkar (sjá hér að neðan).
  2. Lögmaður Cicero stillir upp fundi eða hefur samband við viðskiptavin og aflar nauðsynlegra upplýsinga vegna verksins.
  3. Lögmaður Cicero semur skjalið í samræmi við óskir og upplýsingar viðskiptavinar.
  4. Skjalið er sent til viðskiptavinar til yfirlestrar og athugasemda.
  5. Skjalið er uppfært af lögmanni Cicero í samræmi við aðsendar athugasemdir eða óskir.
  6. Viðskiptavinur er boðaður á fund til lokayfirferðar og afhendingar skjalsins.

Gjaldskrá

CICERO

Gjaldskrá þessi er leiðbeinandi um lágmarksþóknun Cicero vegna neðangreindra skjalagerða. Gjaldskráin gildir ekki ef um sé að ræða viðamikla skjala- eða samningagerð sem er umfangsmeiri og stærri í sniðum, til dæmis ef málin útheimta forskoðun, greiningu eða ráðgjöf áður en til skjalagerðarinnar kemur. Hið sama gildir um mál sem útheimta sérstaka flýtimeðferð. Ef svo er, látum við þig vita og gerum þér sérstakt tilboð í verkið. Ekki er farið af stað fyrr en samið hefur verið um þóknun Cicero. Í upphafi skal endinn skoða.

Ö L L

þar með talið fundir og símtöl eru innifalin í veittu tilboði Cicero

Ö L L

er innifalin í veittu tilboði Cicero

Cicero sérhæfir sig

í samninga- og skjalagerð

í þína þágu

Cicero annast skjala- og samningagerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Gjaldskrá Cicero felur ekki í sér tæmandi talningu á þeirri skjala- og samningagerð sem stofan tekur að sér. Komi skjalið eða samningurinn, sem þig vantar, ekki fram í gjaldskrá Cicero, þá skaltu ekki hika við að hafa samband og við gerum þér tilboð í verkið.


Við samningu skjala Cicero er lögð rík áhersla á faglega og fræðilega nálgun, þar sem stuðst er við nýjustu fræðiskrif á sviðinu og jafnframt íslenska og alþjóðlega staðla og samningsform. Í dæmaskyni má nefna ÍST-30 og FIDIC á sviði verktakaréttar og UPICC, PECL, CISG o. fl. á sviði viðskipta- og kauparéttar.

Mikil reynsla og vönduð vinnubrögð.

Skjölin eru vottuð af lögmönnum Cicero eða lögbókanda, ef við á.

Skjölin standast formreglur laga.

Skjölin eru afhent útprentuð á löggildum skjalapappír, ef við á.

Pantaðu skjalið

við göngum hratt og örugglega í verkið

Share by: