C I C E R O

sanngirnisbætur

við önnumst málið þér að kostnaðarlausu

Umsókn um sanngirnisbætur úr ríkissjóði

vegna misgjörða á stofnunum fyrir fötluð börn fyrir 1. febrúar 1993 skv. lögum nr. 47/2010

Þeir einstaklingar sem sættu misgjörðum, illri meðferð og/eða ofbeldi á stofnunum fyrir fötluð börn á vegum hins opinbera fyrir 1. febrúar 1993 geta átt rétt á sanngirnisbótum.

Einstaklingar sem telja sig eiga rétt til bóta á grundvelli laganna höfðu upphaflega umsóknarfrest til 31. janúar 2022, en sá frestur hefur verið framlengdur til 21. febrúar 2022.


Lögmenn Cicero eru boðnir og búnir til þess að aðstoða fólk við umsóknina, gerð kröfunnar og veita aðra ráðgjöf í tengslum við málið að kostnaðarlausu.


Cicero er í þína þágu.

Hverjir eiga rétt á sanngirnisbótum?

Fatlaðir einstaklingar, sem voru vistaðir á stofnunum sem börn, kunna að eiga rétt á sanngirnisbótum, hafi þeir orðið fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar meðan á vistun þeirra stóð. Einnig geta erfingjar fatlaðs einstaklings, sem er fallinn frá, sjálfir átt rétt á sanngirnisbótum.

Með varanlegum skaða er meðal annars átt við:

  • Hvers kyns líkamleg valdbeiting gagnvart barni þar sem valdið er óþarfa sársauka.
  • Ógnandi, vanvirðandi eða niðurlægjandi athafnir gagnvart barni.
  • Athafnir sem misbjóða barni eða vanrækja á annan hátt uppeldi þess svo mjög að líkamlegri eða andlegri heilsu þess eða þroska sé mikil hætta búin.


Auk framangreinds þarf vistunin að hafa farið fram á stofnun sem uppfyllti eftirfarandi skilyrði:

  • Starfrækt á vegum hins opinbera, ríki eða sveitarfélögum, eða af hálfu einkaaðila á grundvelli opinbers leyfis sem veitt var á grundvelli laga.
  • Sólarhringsvistun til lengri tíma.
  • Vistun fyrir 1. febrúar 1993.


Falli þitt mál utan framangreinds tímabils, nánar tiltekið ef vistunin var eftir 1. febrúar 1993, hvetjum við þig engu að síður til þess að heyra í okkur. Lögmenn Cicero munu, eftir sem áður, kanna réttarstöðu þína og ráðleggja þér um hvaða úrræði séu tiltæk í stöðunni, þér að kostnaðarlausu.

Hafðu samband

við göngum hratt og örugglega í verkið