C I C E R O

innheimta

persónuleg og lausnamiðuð innheimtuþjónusta

Innheimta krafna og skulda

Betri er mögur sátt en feitur dómur

Lögmenn Cicero eru úrræðagóðir og hafa víðtæka reynslu á innheimtu hvers kyns krafna og skulda fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þar með talið vegna vangoldinna launa eða vangoldinnar húsaleigu sem og innheimtu gjaldfallinna og ógreiddra reikninga. Þá hafa hin vangoldnu laun verið innheimt með góðum árangri bæði fyrir starfsmenn á einkamarkaði sem og ríkisstarfsmenn eða skipaða embættismenn.


Lögmenn Cicero leggja ríka áherslu á persónulega og lausnamiðaða innheimtu, þar sem gætt er góðra innheimtuhátta í samræmi við innheimtulög nr. 95/2008.


Með persónulegri þjónustu er einkum átt við að viðskiptavinir hafi beinan aðgang að þeim lögmanni Cicero sem fer með málið. Þannig geta viðskiptavinir fengið skjót og greinargóð svör bæði um stöðu mála og næstu skref.


Með lausnamiðaðri þjónustu er einkum átt við að sættir við skuldara eru fullreyndar áður en mál er höfðað fyrir dómi. Reynt er eftir fremsta megni að fá skuldara að samningaborðinu og leitast lausna í samvinnu við skuldara, með tilliti til greiðslugetu hans o.fl. Gangi það ekki eftir, innan hæfilegs tíma, er krafan eða skuldin sótt fyrir dómi.


Í upphafi skal endinn skoða. Ekki er farið af stað með innheimtuna fyrr en gengið hefur verið frá samkomulagi um þóknun lögmanna Cicero vegna málsins, en einkunnarorð Cicero eru fyrirsjáanleiki í kostnaði viðskiptavina. Cicero býður jafnframt viðskiptavinum sínum upp á árangurstengda þóknun, ýmist að heild eða hluta, en það er samkomulagsatriði hverju sinni.


Cicero er í þína þágu.

Ö L L

eru innifalin í innheimtuþjónustu Cicero

ÁRANGURSTENGD ÞÓKNUN

Í ákveðnum tilfellum eru lögmenn Cicero tilbúnir til þess að árangurstengja sína þóknun. Hafðu samband og athugaðu málið vegna þinnar innheimtu.

Hafðu samband

við gerum þér tilboð í málið

Share by: