C I C E R O

fyrirtækjaráðgjöf

ráðgjöf til stjórnenda, skipulagning skatta, áreiðanleikakannanir, persónuvernd o. fl.

Við erum hér fyrir þig

hafðu hóp vandaðra og úrræðagóðra lögmanna þér innan handar við ákvarðanatöku vegna málefna og reksturs þíns fyrirtækis

Lögmenn Cicero sérhæfa sig í íslensku atvinnulífi og öllu því sem við kemur málefnum og rekstri félaga eða fyrirtækja.


Lögmenn Cicero eru mörgum hnútum kunnir og því líkur á að við munum nýtast þér og þínu fyrirtæki vel, einkum þegar það kemur að aðkallandi og mikilvægari ákvarðanatöku eða ráðstöfun vegna málefna eða reksturs þíns fyrirtækis.


Þegar slík staða er uppi þurfa stjórnendur fyrirtækja að hafa hin ýmsu svör á reiðum höndum og því mikilvægt að hafa greitt og beint aðgengi að vönduðum og úrræðagóðum lögmönnum, sem geta veitt greinargóð svör með skjótum hætti. Viðbragðstími og forsjálni eru þar lykilatriði þar sem það kann að vera of seint að panta tíma hjá lögmanni eftir að vandamálið kemur upp, enda erfitt fyrir lögmenn að veita skjóta en innihaldsríka ráðgjöf vegna aðkallandi mála án þess að þekkja starfsemina bæði út og inn.


Við hvetjum því þig til þess að hafa samband og kynnast okkur, svo við getum kynnst þér og þínum rekstri. Besta leiðin til þess að fá tilfinningu fyrir okkur og þjónustu okkar, er einfaldlega að hitta okkur yfir kaffibolla og hefja í kjölfarið samstarf til reynslu. Um leið og komin er reynsla á samstarfið er unnt að meta hvort og þá hversu mikil þörf er á reglulegri ráðgjöf og þjónustu okkar. Sé áhugi og þörf fyrir hendi, bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á hagstæð kjör í formi mánaðarlegrar áskriftar, sem tryggir eins mikinn fyrirsjáanleika í kostnaði og frekast er unnt.


Cicero er í þína þágu.

Helstu verkefni sem Cicero sinnir vegna fyrirtækjaráðgjafar:

  • Veitum stjórnendum ráðgjöf og hlutlægt álit vegna erfiðra og aðkallandi ákvarðana og ráðstafana.
  • Önnumst skjala- og samningagerð.
  • Yfirferð á samningssamböndum og gerðum samningum, ásamt fyrirhuguðum viðskiptasamböndum.
  • Stjórnarstörf og seta í stjórnum fyrirtækja.
  • Rekum ágreiningsmál bæði á stjórnsýslustigi og dómsstigi og fylgjum því eftir allt frá upphafi til enda.
  • Leiðum sáttaviðræður vegna ágreininga og tökum ýmist til varna eða sækjum mál og kröfur fyrirtækja fyrir dómi.
  • Útbúum minnisblöð og álitsgerðir, svo sem vegna endurskipulagningu félaga o. fl.
  • Ábyrg skipulagning persónuverndar og yfirferð á persónuverndarskyldum rekstrarins og sinnum störfum persónuverndarfulltrúa fyrirtækja, sé þess þörf.
  • Ábyrg skipulagning skatta og opinberra gjalda.
  • Ráðgjöf og aðstoð við skattframtalsgerð.
  • Áreiðanleikakannanir (e. due diligence), einkum á lagaumhverfi og -skyldum rekstrar.
  • Ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja, samruna og yfirtökur félaga og fjármögnun fyrirtækja.
  • Ráðgjöf við stofnun fyrirtækja og félaga, svo sem við val á félagaformi og greiningu á lagaumhverfi rekstrarins, þar með talið skattskyldu.
  • Önnumst skráningu vörumerkja, einkaleyfisumsóknir og verndum hugverk fyrirtækja.

Hafðu samband

við gætum hagsmuna og réttar þíns fyrirtækis

Share by: