C I C E R O
verktaka- og fasteignamál
verktafir, viðbótarkröfur, gallamál, leiguvanskil o. fl.
Allt sem við kemur fasteignum á einum stað
Verktaka-, fasteigna- og leiguréttur
Lögmenn Cicero hafa góða reynslu á sviði verktakaréttar og hafa verið með verktaka í föstum viðskiptum frá stofnun stofunnar. Þessi málaflokkur hefur því verið einn sá fyrirferðarmesti í starfi stofunnar og sömuleiðis eitt af sérsviðum stofunnar.
Lögmenn Cicero hafa ekki einungis annast reglulega ráðgjöf á sviðinu heldur einnig leitt skjala- og samningagerð vegna umfangsmikilla framkvæmda og verkefna víðsvegar um landið, ásamt því að hafa sótt reglulega tafabætur og viðbótarkröfur fyrir hönd verktaka. Þá hafa lögmenn Cicero tekið þátt í árlegri skoðun og rannsókn Alþjóðabankans (e. The World Bank Group) á íslensku regluverki í tengslum við opinber innkaup og útboð.
Lögmenn Cicero leggja ríka áherslu á faglega og fræðilega nálgun við greiningu og úrvinnslu mála á sviði verktakaréttar, þar sem stuðst er við nýjustu fræðiskrif á sviðinu og eftir atvikum íslenska og alþjóðlega staðla, svo sem ÍST-30 og FIDIC.
Einnig hafa lögmenn stofunnar víðtæka reynslu á hagsmunagæslu fyrir eigendur og leigjendur fasteigna, hvort sem það er vegna tjóns eða galla á fasteign, húsaleigu eða málefna húsfélaga.
Cicero er í þína þágu.
Smelltu á hnappinn hér til vinstri og skoðaðu þína tryggingu hjá Sjóvá.
Smelltu á hnappinn hér til vinstri og skoðaðu þína tryggingu hjá
TM.
Smelltu á hnappinn hér til vinstri og skoðaðu þína tryggingu hjá
VÍS.
Smelltu á hnappinn hér til vinstri og skoðaðu þína tryggingu hjá
Verði.
Fellur þinn ágreiningur undir skilmála tryggingar þinnar?
Málskostnaðartryggingar eru gjarnan innan húseigendatrygginga hjá tryggingarfélögunum. Athugaðu málið nánar hjá þínu tryggingarfélagi.